Uncategorized — 17/08/2011 at 14:38

Wenger í vandræðum ?

by

Arsene Wenger á það nú á hættu að vera settur jafnvel fleiri leiki í bann eða að fá fésekt eftir leik gærkvöldsins. Wenger sat upp í stúku vegna banns sem hann tók út en kom samt skilaboðum til Pat Rice í gegnum Boro Primorac sem sat við hliðina á honum í stúkunni.

Í hálfleik varaði UEFA Arsenal við og sögðu að þetta mætti ekki. En Wenger hélt samt áfram að koma sínum skilaboðum til Pat Rice. Og sást það greinilega í mynd í sjónvarpi. Nú er það svo spurning hvað UEFA gerir ?

Ég veit ekki hvernig þetta er túlkað í almennum fótboltareglum en ég held nú að flestir framkvæmdastjórar hafi stundað þetta í fjölda ára ef þeir fá svona bann. En þeir hafa kannski bara farið aðeins leynilegra með þetta.

 

Comments

comments