Uncategorized — 15/07/2015 at 22:10

Wenger: Hvað fengu þessir Singapore menn eiginlega í hádegismat?!

by

Arsenal Training Session & Press Conference

Stjórinn Arsene Wenger var kátur með frammistöðuna gegn liði Singapore í 4-0 sigri í Barclays Asia Trophy í dag.

Lið Singapore kom Wenger mikið á óvart með hröðu og tæknilegu spili og spiluðu á mjög hárri ákefð í fyrri hálfleik.

,,Í heildina var þetta jákvæður leikur því við sýndum mikla mótstöðu í fyrsta leik. Við vorum prófaðir gegn mjög seigu, kraftmiklu og hreyfanlegu liði með gott viðhorf. Við vorum prófaðir og við þurftum að spila hratt. Yfir heildina líkaði mér sú staðreynd að við héldum góðri liðseinbeitingu og einnig meðal einstaklinga.”

,,Það er undir Akpom komið hversu stórt hlutverk hann fær. Ég veit það ekki en ég trúi því að þetta sé honum hvatning til að gera vel og leggja harðar að sér. Hann er ungur og þetta getur lyft sjálfstrausti hans. Sjálfstraustið í búningsherberginu sem þú skynjar frá öðrum leikmönnum er einnig mikilvægt og að við getum hjálpað honum. Skulum ekki gleyma að þetta var vináttuleikur. Akpom er hæfileikaríkur en hann þarf að vinna og sýna það í stórum leikjum. Ég sendi Akpom á láni á seinustu leiktíð því mér fannst hann þurfa þess. Þetta undirbúningstímabilið geri ég ráð fyrir að halda honum meðal okkar. Hvort Akpom fái tækifæri fer eftir frammistöðu hans og viðhorfi.”

,,Wilshere getur fyrir mér spilað í öllum sóknarlegum stöðum, á köntum og í miðju. Ég hef svo marga góða skapandi leikmenn. Þegar þú spyrð þá hvar þeir vilja spila segja þeir allir að þeir vilji spila í miðjunni. Því miður verða sumir þeirra einnig að fara út á kant stundum.”

,,Ég var hissa á Singapore liðinu. Þeir voru æstir í fyrri hálfleik, ég veit ekki hvað þeir fengu í hádegismat! Þeir voru klárlega æstir og spiluðu á mjög miklum hraða og voru tæknilega mjög góðir. Þeir sköpuðu ekki mikið en það var erfitt að ná boltanum af þeim. Frammistaða þeirra versnaði í seinni hálfleik og samheldnin fór þegar þeir skiptu út þremur og fjórum leikmönnum.”

,,Ég hef ekki ákveðið hvort leikmenn sem ég hvíldi í dag snúi aftur á laugardag en þú munt að sjálfsögðu sjá þá. Þeir spiluðu ekki í dag því þeir komu bara til baka á föstudag og ég vildi að þeir myndu undirbúa sig í að minnsta kosti viku fyrir fyrsta leik.”

EEO

Comments

comments