Uncategorized — 12/08/2013 at 15:40

Wenger hrósar Walcott og Ramsey

by

Wenger_ap

Arsene Wenger notaði tækifærið á blaðamannafundi eftir sigurinn á Manchester City til að hrósa tveimur leikmönnum sérstaklega, þeim Theo Walcott og Aaron Ramsey, sem hafa báðir komið vel undan sumri.

Wenger segir að andinn í liðinu sé stórkostlegur og virðist líta björtum augum á byrjun ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn kemur gegn Aston Villa.

,,Það er mikilvægt að vera með sjálfstraust, sérstaklega þegar þú skorar þrjú mörk. Það er einnig gott að halda kröfunum háum og ég held við gerum það. Liðið er með góðan karakter og góðan anda og þú gast séð það aftur hér.”

,,Walcott átti frábæra frammistöðu. Ég er ánægður með báða hluta af hans leik, hann varðist vel og setti upp tvö mörk. Hann hefur bætt sinn leik mikið því hann er gáfaður leikmaður og þegar þú ert gáfaður geturðu alltaf bætt þig.”

,,Ég hef alltaf trúað á Aaron (Ramsey) og ég held hann hafi sýnt það hvers konar ótrúlega vél og þrá hann hefur að geyma. Yfirsýn hans hefur batnað sem og taktískur leikur hans. Hann er að verða mjög öflugur leikmaður.”

Eyþór Oddsson

Comments

comments