Arsenal Almennt — 21/01/2016 at 08:33

Wenger: Hreyfingar Theo án bolta eru magnaðar

by

gun__1444320258_Unknown-12

Theo Walcott hefur náð þeim áfanga að tíu ár eru nú liðin frá því hann skrifaði undir við félagið.

Hann er því fyrsti leikmaðurinn til að ná slíkum tíma með liðinu síðan Dennis Bergkamp náði því en hann lék með liðinu milli áranna 1995-2006.

,,Theo er mjög snjall. Hann hefur alltaf haft mikinn hraða og hreyfingar hans án bolta voru alltaf fullkomnar. Mér finnst hann vera mun meðvitaðri um liðsvinnu og hefur einnig bætt sig mikið í að klára færi. Hann er frábær miðað við fyrir tíu árum. Hann þurfti mörg færi til að skora og í dag klárar hann vel. Tækni hans er mun betri,” sagði Arsene Wenger um Theo.

,,Það að hann hafi verið hér í tíu ár sýnir að hann elskar Arsenal og ég er sannfærður um að hann muni gefa okkur meira á næstu fimm árum heldur en síðustu fimm því hann er leikmaður sem er alltaf að taka framförum og reyna að gera betur. Hann er með mjög jákvætt hugarfar.”

,,Ég sá hann fyrst spila í FA Cup unglinga með Southampton. Ég sá hann spila úrslitaleik, hann spilaði vinstra megin þar sem hann spilar núna og mér líkaði hvernig hann hreyfði sig án bolta. Leikmann eins og hann er mjög erfitt að finna og hreyfingar hans án bolta er virkilega hans merki og eru hluti af hans karakter.”

Dennis+Bergkamp+FILE+Profile+Dennis+Bergkamp+fHkyLypfi0al

Comments

comments