Uncategorized — 26/05/2015 at 13:54

Wenger hissa á FA og FIFA: Of mikið álag

by

Wenger

Arsene Wenger gagnrýnir í fjölmiðlum þá ákvörðun FA að byrja deildina viku fyrr en vanalega.

Enska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik þann 8. ágúst, en David Ospina og Alexis Sanchez verða þá meðal annars frá milli 11. júní til 4. júlí vegna þátttöku Chile í Suður-Ameríku bikarnum.

Þetta kemur til með að raska undirbúningstímabili Arsenal mikið segir Wenger, en leikmenn eiga að fá fjórar vikur í frí eftir tímabilið.

Það þýðir að David Ospina og Alexis Sanchez myndu snúa aftur úr fríi þann 1. ágúst, viku fyrir fyrsta keppnisleik, en oftast er miðað við sex vikur af undirbúningstímabili. Því er hægt að gera ráð fyrir að Alexis Sanchez missi af fyrstu leikjum tímabilsins með Arsenal.

,,Að færa leikjaprógramið fram hefur mikil áhrif á undirbúningstímabil og ég trúi því að það sé röng ákvörðun hjá stjórnendum deildarinnar að hefja leik 8. ágúst. Þessir leikmenn sem spiluðu á HM 2014, fengu ekkert vetrarfrí, þeir koma síðan út úr deildarkeppni eftir að hafa spilað til 30. maí, eru í landsliðsverkefnum til 14. júní og þú byrjar nýtt tímabil 8. ágúst.”

,,Ef þú telur sex vikur af undirbúningstímabili, hvar er þá tíminn til hvíldar? Sem þjálfari hefurðu vanalega smá tíma til að slaka á eftir tímabilið þegar það er engin landsliðakeppni, en í þetta sinn klárum við í lok maí og byrjum aftur í lok júní. Það tekur þig tvær vikur bara að komast úr hita leiksins í deildinni og þá verðurðu að undirbúa þig aftur.”

,,Ég tel að þessi keppni sé of mikið. Ég mun horfa á hana með ótta í augum því Sanchez hefur spilað 50 leiki fyrir okkur og fer þangað aftur eftir að hafa spilað á HM í fyrra. Ég er mjög hissa að FIFA hafi gefið ljós á þetta. Það er svekkjandi að þeir tala mikið um heilsu leikmanna, en þegar þú lítur á skipulag þessa Copa America og lítur á dagsetninguna á byrjun tímabilsins þá er þetta ekki ásættanlegt”

Comments

comments