Uncategorized — 25/07/2014 at 11:00

Wenger: Henry hélt hann kynni ekki að skora

by

thierry-henry-red-bulls-2

Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, var á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn New York Red Bulls á laugardaginn, en með New York liðinu leikur ein skærasta stjarna sem sést hefur í Arsenal búning, Thierry Henry.

Að sjálfsögðu beindist athyglin að Henry og Wenger rifjaði upp sögu hans, en meðal annars er til stytta fyrir utan Emirates til mark um áhrifin sem hann hafði á klúbbinn.

,,Þegar ég setti hann fyrst í framlínuna, sagði hann við mig að hann gæti ekki skorað mörk. Hann hefur gert mjög vel miðað við mann sem getur ekki skorað mörk! Hann er goðsögn í klúbbnum og hvaða Arsenal stuðningsmaður sem er svarar Henry þegar hann er spurður hvaða leikmaður er lykilmaður Arsenal”

,,Það er stytta af honum fyrir framan völlinn, ég held það séu bara tvær eða þrjár svo að það segir hvaða áhrif hann hefur haft. Ég byrjaði að nota hann hjá Monaco þegar hann var 17 ára og núna hefur hann spilað 17-18 ár í topp klassa.”

,,Hann hefur tæknileg gæði, frábæra líkamsburði og er mjög brattur náungi, sem þýðir að hann lærir af samkeppninni. Hann lærir fljótt. Honum tekst að hafa góða samsetningu af því að vera einbeittur og slakur, það er mikilvæg gæði á stóra sviðinu. Hann er rólegur og svalur fyrir framan markið”

Wenger minntist einnig á þegar Henry sneri aftur til Arsenal á láni fyrri hluta árs 2012 og nefndi að uppáhalds markið hans Henry hafi verið sigurmark hans gegn Leeds í bikarnum.

,,Hann var svo ánægður þegar hann skoraði. Þegar hann var hjá okkur skoraði hann svo mikið að það var daglegt brauð. En þegar hann sneri aftur og skoraði þetta mark var það sérstakt því á þessu augnabliki kom hann sér í hjörtu stuðningsmanna alla ævi,”

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments