Uncategorized — 02/01/2015 at 21:10

Wenger hefur trú á Francis Coquelin

by

Arsenal v Fulham - Premier League

Francis Coquelin virðist vera í framtíðarplönum Arsene Wenger knattspyrnustjóra en þessi ungi franski miðjumaður gæti byrjað þriðja leik sinn í röð þegar Arsenal mætir Hull City á sunnudaginn í FA bikarnum.

,,Ég vona að hann eigi framtíð hérna. Þetta er alltaf erfitt því þú vilt hafa stóran hóp.”

,,Þegar þú ert með stóran hóp, þýðir það að margir leikmenn eru ekki að spila og þeir verða óþolinmóðir, pirraðir og vilja spila.”

,,Coquelin er einn þeirra sem hefur gengið í gegnum erfiða tíma, en hann heldur einbeitingu, leggur hart að sér og ég vona að honum verði launað það í framtíðinni.”

Ritari – Eyþór Oddsson
Heimild: Arsenal.com

Comments

comments