Uncategorized — 24/05/2015 at 12:13

Wenger hefur engar áhyggjur af markaleysinu

by

Sport. Football. pic: circa 1990. Arsene Wenger, Monaco Coach, who later had great success managing Arsenal.

Knattspyrnustjórinn knái Arsene Wenger segir að hann hafi engar áhyggjur af markaleysi liðsins en liðið mætir WBA kl 14 í dag.

Arsenal hafa ekki skorað í síðustu þremur heimaleikjum en Wenger er bjartsýnn á að þeir muni skora í dag.

,,Það er erfitt að greina hvers vegna. Við skoruðum ekki gegn Chelsea, Swansea né Sunderland en það er óvenjulegt. Ef þú lítur á þessa leiki fengum við færi í hverjum einasta þeirra. Það sem við verðum að gera er að halda áfram að spila okkar leik en betri, sneggri og með meiri hreyfingar og þá skorum við aftur.”

,,Fyrir leikinn gegn Chelsea skoruðum við mörk upp á gamanið og ef við einbeitum okkur að gæðum okkar leiks þá skorum við aftur. Við höfum náð framförum, við erum stöðugri varnarlega, trúin í liðinu hefur batnað fyrir stórum áskorunum á næsta tímabili og við höfum komist yfir hindranir sem við gerðum ekki á síðasta tímabili, að vera til staðar í stórleikjum. Það er mjög mikilvægt ef þú vilt berjast.”

Comments

comments