Uncategorized — 10/03/2015 at 08:53

Wenger: Sýndum að við erum með mikinn andlegan styrk

by

Arsenal v Fulham - Premier League

Arsene Wenger var eðlilega kátur með sína menn í gærkvöldi þegar Arsenal lagði Manchester United 2-1 á Old Trafford með mörkum frá Nacho Monreal og Danny Welbeck.

Það var mikilvægt fyrir okkur að byrja á miklum hraða og setja þá undir pressu og ég held að við höfum byrjað leikinn óttalausir. Það gaf þeim vandamál en því miður var staðan aðeins 1-1 í hálfleik en yfir heildina finnst mér við hafa stýrt leiknum í seinni hálfleik eftir að við skoruðum annað markið og hefðum getað skorað fleiri. Í heildina er ég ánægður með frammistöðuna og andlegu hliðina í leiknum. Þetta var alltaf jákvætt og þú veist að það líkar mér.

Welbeck hefur hraðan og þú verður einnig að skoða þetta sálfræðilega. Ég verð að rótera aðeins án þess að eyðileggja jafnvæi liðsins og mér fannst eins og við gætum fengið færi úr skyndisóknum í kvöld og hann væri ákjósanlegur fyrir það. Í heildina var hann flottur. Þú vilt alltaf spila vel þegar við spilum við gamla liðið okkar til að sýna að þú sért frábær leikmaður en það er ekki auðvelt að eiga við það sálfræðilega. Hann einbeitti sér bara að sínum leik og gerði ekkert öðruvísi, hann spilaði bara þann fótbolta sem þú vilt að hann spili. Hann hefur sýnt andlegan styrk því þetta er ekki alltaf auðvelt.

Ég vona að þetta sé vendipunktur á tímabilinu. Á þessum degi höfum við sýnt að við erum andlega í þeim klassa sem þarf því þetta var mjög líkamlegur leikur þar sem við þurftum að eiga við mjög einbeitt lið Manchester United og við gerðum það vel án þess að gleyma því að spila okkar fótbolta og til þess þarftu gæði.
Arsene Wenger

EEO

Comments

comments