Uncategorized — 03/04/2013 at 13:00

Wenger: Gervinho á bara eftir að verða betri

by

Arsenal-v-Reading-Gervinho-celeb_2922396

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur trú á að Gervinho eigi eftir að bæta sig enn frekar og segir að hann þurfi að vera rólegri til að skora meira.

Gervinho hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu en hann hefur þó rétt aðeins úr kútnum og hefur skorað tvö mörk og lagt tvö upp í síðustu tveimur leikjum liðsins.

,,Í fullri hreinskilni er hann ekki frábær að klára færi. Þegar hann er fullkomlega rólegur er hann nokkuð góður.”

,,Hann flýtir sér að klára þegar hann kemst í færi því hann vill klára það. Bestu markaskorararnir senda hann bara inn og það er það sem hann þarf að læra.”

,,Hann klárar vel á æfingum og betur en hann gerði þegar hann kom hingað. Hann verður betri, slakar kláranir hans eru sálfræðilegur þáttur. Hann vill gera vel, elskar fótbolta og vinnur mikið.”

Frétt frá 433.is

Eyþór Oddsson

 

Comments

comments