Uncategorized — 27/07/2015 at 03:49

Wenger: Fullt af jákvæðum punktum úr helginni

by

Arsenal Press Conference

Arsene Wenger, þjálfari Arsenal var að vonum ánægður með að sigra Emirates Cup í gær. Arsenal lagði Wolfsburg 1-0 og tryggði sér þar með titilinn.

,,Fyrst af öllu var stöðugleikinn í vörninni mjög góður. Leikur okkar var vel uppbyggður, við bjuggum til færi og vorum góðir tæknilega.”

,,Líkamlega erum við ekki langt frá því að vera mjög góðir og sumir ungir leikmenn hafa gert mjög vel. Við gætum gefið þeim tækifæri og það væri ánægjulegt fyrir stuðningsmenn að sjá það”

,,Við spiluðum við tvö mismunandi lið, tvo góða leiki og allira spiluðu vel. Við fengum engin meiðsli og héldum markinu hreinu tvisvar. Ungu leikmennirnir vour einnig sannfærandi svo að þú getur séð að þetta er mynd af nútíðinni og framtíðinni. Liðsandinn er mjög góður og það er allt jákvætt.”

,,Þetta lyktar eins og við getum skorað mörk. Það er mjög jákvætt. Sendingar okkar eru beittar, hættulegar, skapandi og færanýtingin hefur ekki alltaf verið upp á sitt besta á þessum tveimur dögum en við getum ekki kvartað”

EEO

Comments

comments