Uncategorized — 06/09/2011 at 01:06

Wenger fær sitt 2 leikja bann

by

UEFA hefur nú hafnað rökum og áfrýjun Arsenal um tveggja leikja bann Arsene Wenger í Meistaradeildinni. Wenger sem var í banni í fyrri leik Arsenal og Udinese í Meistaradeildinni nú á dögunum hafði samband við Pat Rice á hliðarlínunni frá stúkunni þar sem hann sat og var því nú dæmdur í auka tvo leiki í bann.

Wenger verður því stúkunni í leikjum gegn Borussia Dortmund og Olympiakos í riðlakeppninni þann 13 og 28 September. Vonandi hefur hann vit á því að leyfa Pat Rice bara að sjá um þetta í þetta skiptið. Nóg eru vandræði Arsenal fyrir.

 

Comments

comments