Uncategorized — 30/05/2015 at 11:36

Wenger: Einbeitum okkur að frammistöðu en ekki niðurstöðu

by

Wenger

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal segir að Arsenal viti hvernig eigi að takast á við pressuna að spila í úrslitaleik FA Cup.

Arsenal mætir Aston Villa klukkan 16:30 að íslenskum tíma í úrslitaleiknum, en Arsenal hafa þar tækifæri til að verja titil sinn frá því í fyrra, þegar þeir lögðu Hull City 3-2.

„Besta leiðin til að vera rólegur er að einbeita þér að þínum leik og halda forgangsröðun réttri. Þetta er ekki af því að umhverfið er öðruvísi að þú ættir að nálgast leikinn öðruvísi, það er enn mikilvægt að sýna styrkleika þína í dag.”

„Bikarinn er hægt verkefni en þetta er einn leikur, þetta er bara ‘sýndu mér að þú getir þetta’. Ákefðin er mjög mikil og þú verður að eiga við þannig álag, en þessi hópur leikmanna er einstakur og við höfum tækifæri til að sýna það.”

„Ég er sannfærður um að leikmenn okkar fari á völlinn og vilji vinna. Þeir gera ekki tölfræði á vellinum, þeir framleiða frammistöður og vilja bara vinna. Á þessum degi viltu að þeir einbeiti sér að því, einungis frammistöðu dagsins,” sagði Wenger

„Til stuðningsmanna okkar, stattu með liðinu. Þeir gerðu það í fyrra og þeir voru verðlaunaðir fyrir. Við munum gefa allt í þetta til að veita þeim hamingjuna að leik loknum.”

Frétt frá fótbolti.net – Sami höfundur

EEO

Comments

comments