Uncategorized — 29/12/2014 at 07:46

Wenger: Coquelin var frábær

by

Arsenal v Fulham - Premier League
Francis Coquelin spilaði vel í gær

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger var hæst ánægður með framlag Francis Coquelin í leik liðsins gegn West Ham í gær.

Coquelin var lánaður til Charlton Athletic í Championship deildinni í byrjun nóvember en í miðjum desember var hann kallaður til baka vegna meiðslavandræða í miðju Arsenal.

,,Hann spilaði mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann hafði mikil áhrif en var orðinn frekar þreyttur síðustu 20 mínúturnar en hann stóð sig mjög vel og átti góðar sendingar um allan völl. Þetta var sannfærandi frammistaða,” sagði Wenger.

,,Það var áhætta að spila honum en mér fannst við þurfa að spila með tvo menn fyrir framan vörnina og með Carroll á löngu boltunum þurftum við að spila með vernd fyrir vörnina. Mér fannst hann vera rétt ákvörðun.”

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments