Uncategorized — 18/07/2015 at 06:00

Wenger býst við mjög erfiðum leik gegn Everton

by

Gnabry

Arsenal spilar í dag til úrslita í Barclays Asia Trophy en þar mæta þeir Everton kl 12:30 að íslenskum tíma.

Wenger býst við erfiðum leik gegn Everton, sem sló út Stoke City í fyrri umferðinni í vítakeppni á meðan að Arsenal vann sannfærandi sigur á Singapore Select XI, 4-0.

,,Ég verð að segja að ég er hissa á fjölda aðdáenda og yfir heildina kemur Asíubikarinn okkur á óvart því þetta er spilað á góðum völlum, það eru góðar æfingaaðstöður og gæði leikjanna hefur verið ótrúlega mikil hingað til,” sagði Wenger.

,,Fyrri hálfleikurinn hjá Stoke og Everton var mjög jöfn keppni. Þetta var ákefð eins og gerist í ensku úrvalsdeildinni og ég býst við því frá Everton. Þeir eru að koma frá tímabili sem þeim gekk verr á en tímabilið áður og vilja væntanlega byrja vel. Þeir líta út fyrir að vera undirbúnir og einbeittir.”

Comments

comments