Uncategorized — 14/07/2011 at 11:01

Wenger brjálaður við Barcelona og Xavi

by

Arsene Wenger hefur nú sagt Barcelona að fara að haga sér betur í samskiptum milli klúbbana eftir að komið hefur í ljós að þeir séu farnir að nota sína eigin leikmenn og eigin vefsíðu til að biðla til Cesc Fabregas um að ganga til liðs við sig.

Barcelona hefur nú notað sína eigin vefsíðu til að fá leikmanninn Xavi til að segja frá því hversu Fabregas sé illa haldin vegna þess að hann fái ekki að fara frá Arsenal til Barcelona. Wenger segir að þetta sé dæmigerð aðferð sem lið Pep Guardiola notar en segir einnig að hans lið mundi aldrei nota álíka aðferð við að ná til sín leikmönnum. “Þetta er mjög óvirðingarvert og þetta er ekki í fyrsta skipti sem Xavi hefur sýnt Arsenal óvirðingu”. Sagði Wenger eftir leikinn gegn Malasíu í gær.

“Það sem er mikilvægast hvað þetta varðar er það að Cesc Fabregas er samningsbundinn Arsenal, það er staðreynd. Arsenal vill halda honum hér og allt annað eru sögusagnir.”

Barcelona hefur nú boðið 30 milljónir punda í leikmanninn en því var hafnað. En vitað er að Barcelona hefur hvatt leikmenn sína síðustu tvö ár í því að tala um það opinberlega hversu mikið þeir vildu fá Fabregas í lið sitt Barcelona og hefur það verið alveg mjög áberandi. Meðal annars reyndi fyrirliði Barcelona að klæða Fabregas í Barcelona treyju opinberlega eftir að Spánverjar unnu heimsmeistaratitilinn í fótbolta.

Í viðtali við Xavi á vefsíðu Barcelona þá segir Xavi frá því að hann hafi hitt Fabregas á Ibiza í sumar og átti Fabregas að hafa sagt við Xavi að honum liði svo illa yfir því hversu erfiðlega gengi að skipta um félag og að hann mundi gera allt til þess að koma til Barcelona og vildi fara frá Arsenal.

Eru þetta rétt vinnubrögð og myndum við einhverntíma sjá svona á vefsíðu Arsenal.com ?

Comments

comments