Uncategorized — 27/05/2015 at 18:00

Wenger: Benteke er mikil ógn

by

Wenger

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger segir fyrir úrslitaleikinn gegn Aston Villa sé Christian Benteke algjör lykilmaður fyrir Villa liðið.

Benteke hefur verið í fantaformi frá því að Tim Sherwood tók við liðinu þar sem að hann hefur skorað níu mörk á síðustu tveimur mánuðum, en Aston Villa bjargaði sér þar með frá falli.

,,Hann er leikmaður með mikinn efnivið. Ég tel að eitthvað af slæmu örlögum Aston Villa á leiktíðinni hafi verið vegna fjarveru Benteke.”

,,Þegar hann kom aftur í liðið gaf hann öllum hópnum smá extra og frábært stökk, hann er snjall leikmaður og getur skorað með löppunum. Hann er frábær í loftinu og getur skorað með skalla gegn hvaða liði sem er.”

,,Tim Sherwood hefur gert frábæra hluti og lyft sjálfstrausti Villa liðsins og þeir hafa tekið miklum framförum. Þeir eru jákvæðir svo að í heildina held ég að Tim sé búinn að gera góða hluti. Ef þú dæmir gæðin þeirra, þá eru þeir með sterkt lið. Þeir áttu frábæran leik í undanúrslitum og auðvitað hafa þeir gæði. Þeir verða verðugir andstæðingar.”

EEO

Comments

comments