Uncategorized — 13/04/2013 at 17:00

Wenger: Áttum skilið að sigra erfitt Norwich lið

by

 

Wenger_ap

Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, segir að ótrúlegur sigur sinna manna hafi verið verðskuldaður vegna þess frábæra viðhorfs sem þeir sýndu gegn erfiðu Norwich liði í dag.

Arsenal spiluðu þó leikinn af hálfum hug fyrsta klukkutíman en fóru að lifna þegar Theo Walcott og Lukas Podolski komu inná fyrir Gervinho og Jack Wilshere og uppskáru 3-1 sigur þar sem öll mörkin voru skoruð á síðustu 10 mínútunum.

,,Ég hélt við myndum ekki gefa í og berjast til loka. Enginn gat búist við þremur mörkum frá okkur en við sýndum mikinn anda, vilja og frábært viðhorf og það skilaði okkur þremur stigum. Við áttum skilið að sigra en við spiluðum við sterkt lið og þurftum eitthvað sérstakt.”

,,Fyrir mér var mikilvægara að halda áfram þessu gengi, viðhorfi og einbeitingu sterkri heldur en það að hoppa upp í þriðja sætið. Við viljum stöðugleika og það krefst mikils einbeitingar því þú sérð hve fljótt er refsað. Við vorum ekki langt frá því að klára þetta en við verðum bara að halda áfram að vinna,” 

Frétt frá 433.is

Eyþór Oddsson

Comments

comments