Uncategorized — 21/09/2014 at 22:46

Wenger ánægður með Özil og Welbeck

by

Aston Villa v Arsenal - Premier League

Arsene Wenger telur að Mesut Özil hafi náð að þagga niður að einhverju leiti í þeim efasemdar röddum sem heyrst hafa upp á síðkastið.
Þýski landsliðsmaðurinn small saman með Danny Welbeck í leik Arsenal gegn Aston Villa á laugardaginn. Welbeck náði góðri sendingu á Özil sem kláraði sinn hluta og kom Arsenal yfir, stuttu seinna eða tveim mínútum þá náði Özil að endurgjalda greiðan og setti fína sendingu á Welbeck sem kláraði sitt færi vel.

Wenger talaði einnig um að honum hefði aldrei dottið til hugar að setja Özil á bekkinn þrátt fyrir brösugt gengi fram að þessu.
“það þarf alltaf að velta þessu fyrir sér, við erum með marga sóknarmenn og maður þarf að finna jafnvægið í liðinu og það er ekki alltaf auðvelt, ég gaf Sanchez frí því hann var búinn að spila mikið”

það var einnig rætt um Danny Welbeck sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal og var mjög virkur í sóknarleik liðsins.
Wenger taldi hann hafa skilað sínu og átt góðann leik ásamt því að halda boltanum vel.

Wenger og fleirri vilja auðvitað sjá fleirri svona leiki á næstunni og ekki væri slæmt að sjá liðið sem mætir Southampton á þriðjudaginn spila jafn vel.

Magnús P.

Comments

comments