Uncategorized — 25/05/2015 at 12:00

Wenger ánægður í blaðamannaviðtali eftir síðasta deildarleikinn

by

Arsenal Press Conference

Arsene Wenger knattspyrnustjóri var að vonum sáttur við þrennu Theo Walcott í dag og frammistöðu liðsins í heild sinni er það tryggði sér þriðja sætið í deildinni á þessu tímabili.

Þriðja sætið er gríðarlega þýðingarmikið þar sem að þá eru Arsenal lausir við umspilsleikina í Meistaradeildinni sem fylgir 4. sætinu, sem þykir raska undirbúningi liðsins undir deildarleikina gríðarlega.

,,Við höfum spilað gæðaleiki en undanfarið höfum við átt í vandræðum með að skora en í dag skoruðum við úr nær hverju einasta færi og það sannfærandi. Fyrri hálfleikurinn var í topp gæðum af okkar hálfu. í seinni hálfleik reyndum við að halda áfram en við slökuðum aðeins meira á og það var minna sannfærandi, en við áttum okkar færi. Þeir fengu eitt eða tvö einnig. Í heildina unnum við okkar vinnu vel í dag og kláraðum tímabilið með stæl. Núna einbeitum við okkur að úrslitaleiknum í bikarnum og komum tvíefldir til baka á næsta tímabili.”

,,Ég get ekki sagt ykkur hvort við breytum liðsvalinu um næstu helgi en þú gætir séð að sumir leikmenn eru í góðu formi. Ég reyni að velja liðið sem mér finnst eiga bestan möguleika á að vinna leikinn. Við erum ekki með nein ný meiðsli.”

,,Walcott fór nú þegar mikinn þegar hann kom inná gegn Sunderland og var einn af þeim sem sköpuðu færin og ég hef alltaf sagt að hann geti spilað fremstur því hann hefur góðar hreyfingar, klárar færin vel og hann gerði það í dag. Hann er góður markaskorari en hefur verið frá í ár. Eitt ár í fótbolta er mjög langur tími og það tekur meiri tíma að ná þínu besta svo að þú verðir beittur og með sjálfstraust og þetta er svipað með Jack Wilshere. Hann hefur verið frá í hálft ár og er að koma til bara og átti sannfærandi frammistöðu í hálfleik.”

,,Walcott er á réttum aldri til að spila frammi, hann er 26 ára. Ég vil óska þess að hann verði laus við meiðsli núna. Hann hefur átt erfitt með það og það er aldrei gott. Þú þarft að vera alltaf til staðar til að geta spilað upp á þitt besta. Með eða án þrennunar hans í dag viljum við hafa hann áfram. Við erum í viðræðum og höfum byrjað að tala við umboðsmann hans. Við gerðum það áður en hann skoraði þrennuna. Síðast meiddist hann þegar hann spilaði frammi í sannfærandi leik gegn Tottenham. Hann meiddist og var frá í ár.”

,,Alex-Oxlade Chamberlain er ekki tilbúinn til að spila í fullum hraða leiksins en hann getur spilað. Það er bara spurning um hvenær hann verður tilbúinn, ein vika í viðbót myndi hjálpa honum.”

,,Ég tel að á næsta tímabili þurfum við að byrja af krafti, vera kraftmiklir áfram og klára af krafti. Það er það sem Chelsea gerði og ástæðan fyrir að þeir urðu Englandsmeistarar, því þeir áttu mjög öfluga byrjun og jafnvel á veikari tímapunktum náðu þeir að kreista út úrslit.”

,,Við vonum að allir komi í góðu formi til baka úr landsleikjahléi. Við verðum að byrja af krafti og við getum undirbúið það vel því nú höfum við ekki umspilsleiki í Meistaradeildinni. Við sjáum til hvort við getum styrkt liðið eitthvað með leikmönnum. Það munar helling að spila ekki í umspilsleikjunum. Þú ferð á útivöll og gætir spilað í Tyrklandi á milli tveggja úrvalsdeildarleikja í byrjun tímabils, sem er aldrei auðvelt.”

EEO

Comments

comments