Uncategorized — 18/07/2014 at 17:53

Wenger ætlar að nota tvö lið á morgun

by

Arsenal spilar við Boreham Wood á morgun og ætlar Wenger að spila sitt hvort 11 manna liðið í hvorum hálfleik.

Wenger var í viðtali hjá Arsenal TV online í morgun og þar ræddi hann um komandi verkefni.

Eins og áður hefur komið fram þá verða þeir leikmenn sem ekki tóku þátt á HM með. En þar sem Arsenal spilar bara fjóra leiki áður en þeir spila við Man City um Samfélagsskjöldinn þá mun Wenger nota mínúturnar vel til að skoða unga og efnilega leikmenn.

Þeir sem eru með áskrift af Arsenal TV online geta séð leikinn í beinni á morgun klukkan 14:00

SHG

20140718-175315-64395396.jpg

Comments

comments