Uncategorized — 16/07/2015 at 01:05

Wellington Silva líklega lánaður innan Englands

by

wellington

Hinn brasilski Wellington Silva verður líklega lánaður til ensks félags þegar Arsenal er búið að skrifa undir nýjan samning við leikmanninn en þetta kemur fram á vef ESPN.

Arsenal hafa verið í viðræðum undanfarið um nýjan samning við Wellington Silva, sem hefur verið hjá félaginu í rúm fimm ár án þess að spila leik.

Hann hefur verið á láni á Spáni hjá fimm mismunandi félögum undanfarin fimm tímabil vegna vandræða við að fá leikheimild handa honum, en hann kom frá Fluminese árið 2011.

Hann fékk leikheimild í Englandi í apríl síðastliðnum en á enn eftir að spila keppnisleik fyrir félagið.

Wellington Silva er ekki í leikmannahópnum í undirbúningsferðinni til Asíu og því er talið að leikmaðurinn verði lánaður en nokkur ensk lið vilja fá hann á láni í sínar raðir.

EEO

Comments

comments