Uncategorized — 24/07/2014 at 21:31

Wellington Silva lánaður í fimmta sinn.

by

wellington

Arsenal hefur gengið frá samningi um að lána Wellington Silva til Almeria á spáni.
Þessi tuttugu og eins árs leikmaður er að fara á láni í fimmta skipti síðan hann skrifaði undir samning við félagið í janúar 2010 hefur ekki enn náð að spila fyrir aðalliðið. Silva hefur hingað til verið lánaður til liða í neðri deildunum á spáni en er nú á ferð í efstu deildina þar í landi.
Almeria reyndar dansaði á línu falls í spænsku deildinni á seinasta tímabili og endaði einu stigi frá fallsæti. Eftir að hafa spilað með Alcoyano, Ponferradina og Murcia hefur hann fengið tækifæri í efstu deild og vonum við að hann geti hjálpað þeim að enda ofar að þessu sinni.

Við óskum honum auðvitað velgengni á spáni og vonum að hann fái að gera eitthvað fleirra hjá Almeria en að drekka sangríu og sóla sig.

Magnús P.

Comments

comments