Leikjaumfjöllun — 14/02/2016 at 15:52

Welbeck tryggði Arsenal sigur

by

Arsenal vann ótrúlega mikil vægan sigur á Leicester í hádeginu 2-1.

Eftir að hafa verið betri til að byrja með þá fóru Arsenal inn í hálfleikinn einu marki undir. Vardy skoraði úr vítaspyrnu mínútu fyrir leikhlé.

Snemma í síðari hálfleik var varnarmaður Leicester rekinn af velli og sóttu Arsenal stíft eftir það. Walcott jafnaði á 70. mínútu og svo skoraði Welbeck sigurmarkið á 95. mínútu.

Þetta er fyrsta sigurmark í uppbótartíma sem Arsenal skorar síðan í upphafsleiknum á síðasta tímabili.

SHG

Comments

comments