Uncategorized — 11/09/2014 at 09:16

Welbeck: settu mig fremstan og ég mun skora

by

danny-welbeck-san-marino

Danny Welbeck nýjasti leikmaður Arsenal segir að hann sé að njóta þeirra tilhugsunar að spila sem framherji Arsenal og ef að hann fái tækifæri þá muni hann skora þau mörk sem þurfi á að halda.

Þegar Robin Van Persie kom til Old Trafford þá var Welbeck ýtt til hliðar út á vinstri vænginn þar sem hann var ekki að finna sig. Welbeck hefur samt trú á því að ef honum er spilað í réttri stöðu að hann muni ná að skila sínum skerf.
“þegar ég kemmst inn í teig og er að fá færi þá hef ég trú á hæfileikum mínum.” og Welbeck sagði einnig “áður fyrr þá var ég ekki að komast í teginn því ég var ekki að spila sem framherji og þurfti að hafa of miklar áhyggjur af varnarvinnunni.”
“Allir mega hafa sína skoðun en ég bara veit að þegar ég fæ mitt tækifæri og nokkra leiki sem fremsti maður að ég mun gera mitt besta. Það er nákvæmlega það sem ég þarf á að halda.”

Við eins og allir Arsenal stuðningsmenn vonum auðvitað að Welbeck muni ná að rísa upp eins hátt og hann kemst.

Magnús P.

Comments

comments