Arsenal Almennt, Meiðslaféttir — 11/05/2016 at 23:58

Welbeck frá í 9 mánuði, aftur

by

Welbeck-Arsenal-517787

Enskir leikmenn hjá Arsenal eru ekki beint að vera lausir við meiðsladrauginn nú sem fyrri daginn, Jack Wilshere er búinn að vera meiddur alla leiktíðina nánast og ekki er langt síðan Danny Welbeck kom til baka eftir að hafa verið meiddur alla leiktíðina. Og nú í næst síðasta leiknum á tímabilinu þá meiðist hann aftur og þarf að fara í uppskurð og verður frá keppni í um 9 mánuði og missir þar af leiðandi af EM í sumar og helmingnum af næstu leiktíð

Hvað er þetta með Englendinga/Breta og meiðsli hjá Arsenal ?

Jenkinson var í láni hjá West Ham og er búinn að vera meiddur allt árið 2016, Ramsey átti við sín meiðsli að stríða á tímabilinu og missti af 10+ leikjum. Wilshere spilar nánast ekkert, Welbeck spilar nánast ekkert, Alex Oxlade-Chamberlain er búinn að vera meiddur næstum því alla leiktíðina. Walcott var töluvert meiddur eins og vanalega og Gibbs var líka töluvert meiddur líka.

Áður en Welbeck gekk til liðs við Arsenal þá missti hann af æfingum og leikjum í einungis 130 daga vegna meiðsla. Síðan hann kom til Arsenal er hann nú þegar búinn að missa af 314 dögum vegna meiðsla.

Segir þetta okkur ekki að það er eitthvað skrítið við æfingarprógram Arsenal.

Veit ekki hvað ykkur finnst en mér finnst enskir/breskir leikmenn vera eitt af stóru vonbrigðum vetrarins hjá Arsenal.

Þurfum við ekki framherja ?

Comments

comments