Uncategorized — 16/05/2012 at 13:41

Walcott og Ox valdnir í EM lið Englands

by

Roy Hodgson hefur nú valið 23 manna lið Englands sem mun spila á EM í Úkraínu og Póllandi í sumar og eru bæði Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain í liðinu. Þetta verða að teljast nokkuð góðar fréttir fyrir Arsenal stuðningsmenn og þá sérstaklega það að The OX skuli vera í liðinu.

Enska liðið lítur svona út:

Markverðir: Hart, Green, Ruddy.
Varnarmenn: Baines, Cahill, Cole, G Johnson, Jones, Lescott, Terry.
Miðjumenn: Barry, Downing, Gerrard, Lampard, Milner, Oxlade-Chamberlain, Parker, Walcott, Young.
Sóknarmenn: Carroll, Defoe, Rooney, Welbeck

Laurent Blanc, þjálfari Frakklands kom einnig öllum á óvart og valdi Laurent Koscielny í Franska landsliðið

Aðrir leikmenn Arsenal sem eru nú þegar komnir inn í sín landslið eru: Mertesacker, Van Persie, Podolski, Szczesny, Fabianski, Rosicky og Arshavin. Samtals eru 10 leikmenn sem hafa verið valdnir.

Comments

comments