Uncategorized — 27/04/2013 at 22:38

Walcott: Munum berjast um titilinn

by

gun__1358522869_walcott_signs1

Theo Walcott, framherji Arsenal, sér því ekkert til fyrirstöðu að Arsenal komi til með að berjast til loka næstu leiktíðar um Englandsmeistaratitilinn.

Arsenal hafa átt góðu gengi að fagna í ensku úrvalsdeildinni síðan í lok nóvember en þeir eru í þriðja sæti deildarinnar og hafa unnið 13, gert þrjú jafntefli og tapað þremur í síðustu 19 leikjum í deildinni.

Lélegasta byrjun Arsenal á stjórnartíð Wenger setur hinsvegar það strik í reikninginn að liðið sé aðeins að berjast um þriðja sætið en þeir unnu einungis fimm af fyrstu 15 leikjunum á leiktíðinni.

„Við viljum keppa um titilinn og við getum gert það. Þú sást það að þegar allir afskrifuðu okkur höfum við fengið frábær úrslit eins og gegn Bayern og síðan helgina eftir endurtókum við gegn Swansea. Þetta býr í okkur, við höfum bara ekki verið nógu stöðugir.“

„Að undanförnu höfum við unnið harðar sem lið, haldið oftar hreinu, allir eru í sínum stöðum og það er meira um samskipti. Ég held að þú getir séð að leikmenn vilja þetta meira því þeir vilja sanna hvað þeir geta. Við viljum sýna að við erum enn topp fjögur lið.“

Eyþór Oddsson

 

Comments

comments