Uncategorized — 20/07/2015 at 22:07

Walcott: Hættum að nota orðið EF !

by

Theo Walcott

Framherjinn Theo Walcott er tilbúinn í áskoranirnar sem framundan eru og segir Arsenal tilbúna til að gera alvöru atlögu að Englandsmeistaratitlinum frá upphafi.

Walcott vill helst spila frammi en segir að hann sé tilbúinn til að fórna sér í aðrar stöður líka, þar sem hann telur það vera mikilvægan eiginleika í nútíma fótbolta að vera sveigjanlegur.

,,Í nútíma fótbolta eru þrír leikmenn frammi og þeir vilja oft skipta um stöður mikið. Þú sérð það hjá Englandi og Barcelona sem dæmi, svo að við höfum þetta traust hver til annars að við vitum að allir geti gert þetta og það er ekki vandamál.”

,,Mér líkar við það og nýt þess að spila fyrir klúbbinn. Það er vitað hvar ég vill spila en það er mikil samkeppni. Ef ég fæ hlutverk geri ég mitt besta hvar sem ég er.”

Walcott skoraði þrennu í lokaleiknum gegn West Bromwich Albion og segir það hafa verið leiðinlegt að vita til þess að tímabilið hafi endað þarna, loksins þegar hann flaug í gang.

,,Það var mikilvægt að við höldum boltanum, jafnvel þegar við erum 3-0 yfir og náum að pirra andstæðinginn. Þegar það gerist, þá opnarðu alltaf einhverjar gáttir og einhver sinnir vinnu sinni ekki nógu vel og við getum þá gengið á lagið og klárað þetta. Við höfum lært að örvænta ekki í okkar leik því það er mikill tími til að skora mörk og vinna leikinn.”

,,Ég vildi að tímabilið hefði ekki endað þarna [eftir þrennuna gegn West Brom]. Að komast ekki í liðið gerði þetta að svekkjandi tímabili fyrir mig en þegar þú ert svona lengi frá er erfitt að komast inn í sigurlið. Þetta er fyrsta undirbúningstímabilið mitt í tvö ár svo að ég vill vinna vel, komast í form og þetta er mjög spennandi ár fyrir mig og þetta lið getur farið mjög langt.”

,,Ég hef verið í mörgum liðum og þetta er eitt það besta sem ég hef verið í og ég vill vera hluti af því. Það er eitthvað sérstakt við þennan leikmannahóp Við verðum að halda hóp því mér finnst að árangursríkustu liðin séu lið sem eru saman í langan tíma. Ég tel að við getum verið mjög sigursælir eftir þessa tvo bikarsigra.”

,,Næsta stóra áskorunin er að berjast um Englandsmeistaratitilinn, sem við hefðum unnið ef við hefðum alltaf verið í sama formi og á seinni hluta leiktíðarinnar. Þú vilt hinsvegar ekki nota orðið ,,ef” í íþróttum svo að við verðum að vera vissir um að við göngum í þetta frá upphafi í þetta sinn!”

Comments

comments