Uncategorized — 26/10/2014 at 14:30

Virgil van Dijk vill til Arsenal og Wenger með augastað á Pedro

by

Virgil van Dijk

Virgil van Dijk, 23 ára varnarmaður Celtic, hefur staðfest að hann vilji ganga til liðs við Arsenal í janúar næstkomandi.

Van Dijk hefur verið orðaður við Arsenal frá því í sumar og á hann að vera eitt stærsta skotmark félagsins. Liðið tókst ekki að fá leikmann til félagsins fyrir Tomas Vermaelen í sumar sem að gekk í raðir Barcelona og því gæti Van Dijk verið sá maður til að fylla stöðu Vermaelen.

Arsenal eru taldir ætla að gera tilboð í leikmanninn upp á 8 milljónir punda en Celtic vill fá 15 milljónir punda fyrir leikmannin og þessi 23 ára gamli varnarmaður segir að hann myndi elska að ganga til liðs við Arsenal þar sem honum finnst liðið hafa svo góða og flotta sögu á bakvið sig.

Pedro Rodriguez

Arsenal eru einnig á höttunum eftir Pedro Rodriguez, leikmanni Barcelona en leikmaðurinn hefur beðið um að fá að fara í janúar.

Félagið var nálægt því að klófesta kappann í sumar, en félagsskiptu gengu ekki í gegn fyrr en á síðustu stundu er Arsenal fékk svo Alexis Sanchez í staðinn.

Arsene Wenger er ennþá mikill aðdáandi Pedro og núna gæti verið auðveldara fyrir Arsenal að fá hann þar sem fregnir herma frá Spáni að hann vilji fara frá Barcelona. Leikmaðurinn er á eftir Neymar og Luis Suarez í röðinni en Arsenal gæti þurft að borga 25 milljónir punda fyrir
leikmannin til að klófesta hann.

Ritari – Davíð Guðmundsson

Comments

comments