Uncategorized — 06/10/2014 at 10:29

Vilt þú hitta Nigel Winterburn á laugardaginn?

by

Nigel Winterburn

 

Nigel Winterburn, vinstri bakvörður Arsenal á árunum 1987-2000, verður á  Íslandi næstu helgi þar sem hann er heiðursgestur á árshátíð Arsenal-klúbbsins sem fagnar 32 ára afmæli sínu í ár.

Stuðningsmönnum Arsenal, sem og öðrum, gefst kostur á að hitta kappann í InterSport upp á Höfða (Bíldshöfða 20), laugardaginn 11. október frá 14:00-16:00.

Þar mun Nigel árita treyjur og annan varning fyrir þá sem vilja auk þess sem hægt verður að fá af sér mynd með þessum mikla snillingi.

Hann mun svo vera viðstaddur í afmælishátíð eða árshátíð Arsenal-klúbbsins síðar um kvöldið.

“Það er ekki á hverjum degi sem svona stjarna heimsækir landið okkar og vil ég því hvetja fólk til að láta sjá sig,” segir Sigurður Enoksson formaður Arsenal-klúbbsins.

Einnig verða fulltrúar Gaman Ferða á staðnum að kynna ferðir til London á Arsenalleiki.

Stjórnin.

Comments

comments