Uncategorized — 14/07/2011 at 18:49

Vieira leggur skóna á hilluna

by

Fyrrverandi fyrirliði Arsenal, Patrick Vieira hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna margfrægu. Patrick var í meistaraliðum Arsenal 1998, 2002 og 2004 ásamt því að vinna FA bikarinn 1998,2002 og 2005. Vieira var einnig heims og evrópumeistari með Frakklandi 1998 og 2000. Patrick spilaði einnig með AC Milan, Inter Milan, Juventus og Manchester City.

Í raun má segja að Arsenal hafi ekki unnið neitt síðan Vieira fór frá liðinu árið 2005, en það var einmitt hans síðasta spyrna fyrir Arsenal sem tryggði okkur FA bikarinn það árið. Alls lék Vieira 406 leiki fyrir Arsenal og skoraði í þeim 33 mörk.

Patrick Vieira mun núna taka við stjórnunarstöðu hjá Manchester City (Football development executive)

Persónulega minn uppáhalds leikmaður fyrr og síðar. Takk fyrir allt Patrick. !

Hér eru nokkur myndbönd sem segja allt um Vieira.

httpv://youtu.be/QaTx1EarjUk

httpv://youtu.be/mFkYRXlwQxA

httpv://youtu.be/ZMyodSDQbXM

httpv://youtu.be/-gVbFZGGAek

httpv://youtu.be/G2UvmD13URw

httpv://youtu.be/bx7UXacwbqA

Comments

comments