Arsenalklúbburinn — 14/01/2016 at 20:33

Við kveðjum mikinn Arsenal aðdáanda

by

  
Sigurrós fæddist 26. júní 1958 í Reykjavík, hún átti 2 systur og 7 bræður. Frá því 2008 var hún búsett með manni sínum í Bolungarvík og voru 3 uppkomin Arsenal-börn hennar búsett þar og á Þingeyri. Hún gerðist Arsenal stuðningsmaður ung að aldri vegna bræðra hennar. Þegar Arsenal áhuginn reis sem hæst voru Bergkamp, Vieira og Henry uppáhalds leikmennirnir hennar og átti Bergkamp alltaf sérstakan stað í hennar hjarta og var mynd af honum aldrei langt undan. Hún dó í morgun á spítala á Ísafirði eftir mikla baráttu við krabbamein í nærri þrjú ár og langaði hana mikið að sjá Arsenal lyfta bikarnum í vor. Ég [Helgi Ragnarsson] vona það svo sannarlega að henni verði að ósk sinni og sjái það gerast, bara frá öðru sjónarhorni.

Meðfylgjandi er linkur á hennar uppáhalds lag

Comments

comments