Uncategorized — 11/09/2014 at 15:38

,,Við getum gert Welbeck að betri leikmanni”

by

Danny-Welbeck-Arsenal

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger segir að hinn enski Danny Welbeck geti orðið ennþá betri leikmaður en hann hefur sýnt á ferlinum undir sinni stjórn.

Welbeck kom til Arsenal í umdeildum viðskiptum á lokadegi félagaskiptagluggans frá Manchester United á 16 milljónir punda.

,,Welbeck er góð kaup fyrir okkur því hann getur spilað í framlínunni, sem mér finnst hans besta staða en einnig úti í kanti”

,,Gæði hans eru hraði og liðsandi. Þú sást það með enska landsliðinu í vikunni getur hann skorað. Þegar þú greinir leik hans, þá getur hann spilað frammi,” segir Wenger en Welbeck fór hamförum gegn Sviss í fyrsta leik Englendinga í undankeppni EM 2016 og skoraði tvö mörk í 2-0 sigri.

,,Hann getur orðið betri leikmaður hér því ég get hjálpað honum. Hann er ungur strákur, hann er ekki orðinn 24 ára og gleymum ekki að sumir leikmenn sem hafa komið hingað 23 ára gamlir hafa náð stórum ferlum svo ég vona að við getum hjálpað honum.”

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments