Uncategorized — 14/06/2011 at 16:04

Við eigum að treysta Wenger

by

Svo virðist sem stjórn Arsenal hafi sagt Arsene Wenger það að nú væri að duga eða drepast. Það væri semsagt komi tími á það að nú yrði að vinnast einhver titill annars gætu stuðningsmennirnir sagt sitt í því að skipt verði um framkvæmdarstjóra.

Arsenal var í fínni stöðu til að ná að vinna 4 titla á vissum tímapunkti síðasta vetur en svo fór að að á aðeins fáeinum dögum var liðið nánast dottið út úr öllum keppnum um titil. Núna er því staðan þannig að stuðningsmenn eru orðnir mjög órólegir og þeir allra hörðustu eru vissir á því að Arsene Wenger geti ekki náð lengra með þetta lið.

Fréttir um 6.5 prósenta hækkun miðaverðs hafa tröllriðið öllu á Emirates Stadium og eru hörðust stuðningsmenn mjög óánægðir með þessa hækkun. Ivan Gazidiz segir að þó þessi hækkun eigi sér stað þá munu stuðningsmenn liðsins verða verðlaunaðir á einhvern hátt en tekur ekki fram á hvaða hátt það muni verða.

“Aðal atriði þessa félags er ekki hagnaður heldur stolt og við verðum að verða stolt fyrir að vinna eitthvað. Arsene er maðurinn sem stuðningsmennirnir tala um að standi bak við liðið og hann svarar fyrir sig. Ef sambandið milli stuðningsmanna og framkvæmdarstjórans er að versna þá verður að laga það en ég held við séum ekkert nálægt því að það sé að verða mjög slæmt. Við stöndum 100% bak við Wenger og það verða leikmenn keyptir í sumar og nokkrir leikmenn munu fara, þetta verður mjög annasamt sumar hjá okkur”.

Stan Kroenke mun líklega setja peninga í leikmannakaup fyrir félagið og hann veit svo sannarlega hvað Arsenal stendur fyrir.

Comments

comments