Uncategorized — 21/10/2011 at 00:32

Vermaelen skrifar undir nýjan samning

by

Arsenal tilkynnti um það á Miðvikudag að Thomas Vermaelen hefði skrifað undir nýjan langtíma samning við félagið. Vermaelen sem er 25 ára er nú á sínu þriðja tímabili hjá Arsenal.

Fyrsta tímabilið hans var frábært, það síðasta var yfirtekið af meiðslum sem voru í besta lagi mjög dularfull. Tímabilið í ár byrjaði svo ekki vel hjá honum þar sem hann þurfti í uppskurð en er nú á góðri leið með að jafna sig og ætti að vera keppnisfær eftir 1-2 vikur.

Arsenal er vonandi nú að vakna aðeins til lífsins og fá leikmenn til að skrifa undir nýja samninga fyrr en vanalega hefur verið gert svo atvik eins og Nasri og Flamini atvikin endurtaki sig ekki.

 

Comments

comments