Uncategorized — 12/03/2012 at 22:47

Vermaelen hetja Arsenal í 2-1 sigri á Newcastle

by

Vermaelen

Leikurinn fór fjörlega af stað á Emirates leikvanginum í kvöld þar sem heimamenn tóku á móti lærisveinum Alan Pardew í Newcastle. Arsenalmenn voru í tvígang hársbreidd frá því að komast yfir strax í byrjun leiks. Fyrst á 3. mínútu þegar hinn sjóðandi heiti Robin Van Persie náði ekki til knattarins eftir frábæra fyrirgjöf Theo Walcott. Tveimur mínútum síðar var Van Persie nálægt því að skora eftir að hafa fengið langa sendingu inn í teig gestanna frá Song. Móttakan klikkaði þó hjá Persie og varnarmenn Newcastle komust fyrir knöttinn en Persie var svo nálægt því að nýta sér misskilning milli varnarmanns og Tim Krul í markinu en að lokum náðu gestirnir að hreinsa.

Það dró til tíðinda á 14. mínútu þegar Newcastle komst yfir með góðu marki frá Hatem Ban Arfa. Hann fékk fór illa með Kieran Gibbs og átti gott skot úr teignum á nærstöngina sem Szczesny náði ekki að verja. Markið kom sem köld vatnsgusa í andlit heimamanna enda lítil ógn að marki Arsenal fram að þessu.

Heimamenn voru þó ekki á því að gefast upp. Þeir tóku miðjuna eftir markið, brunuðu í sókn þar sem Van Persie jafnaði metin. Eftir miðjuna barst boltinn til Rosicky sem sendi knöttinn á Theo Walcott sem óð upp hægri vænginn og átti góða sendingu á Persie sem kláraði færið eins og honum einum er lagið! Staðan jöfn aðeins mínútu eftir að gestirnir höfðu komist yfir.

Fátt marktækt gerðist það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Newcastlemenn voru greinilega ekki mættir til að taka mikla áhættu gegn sókndjörfu liði Arsenal. Gestirnir vörðust vel og yfirleitt með 11 menn fyrir aftan knöttinn. Sóknartilburðir Arsenal skiluðu ekki tilætluðum árangri og staðan því 1-1 þegar Howard Webb flautaði til loka fyrri hálfleiks.

Seinni hálfleikur byrjaði á rólegu nótunum líkt og sá fyrri endaði. Arsenalmenn sáu um að stjórna ferðinni með Newcastle pakkaði í vörn. Rosicky ágætis skalla á 50. mínútu sem Krul varði og skömmu síðar varði Krul frá landa sínum Van Persie eftir góðan undirbúning Rosicky. Um miðbik seinni hálfleiks fékk Rosicky svo dauðafæri eftir vel útfærða skyndisókn en skot Tékkans fór langt framhjá úr upplögðu færi. Sendingin frá Walcott var e.t.v. einum of föst en Rosicky hefði klárlega átt að gera betur.

Arsenalmenn reyndu hvað þeir gátu að brjóta vörn gestanna á bak aftur en Newcastlemenn vörðust hetjulega. Á 79. Mínútu fékk Van Persie algjört dauðafæri en skot hans fór framhjá stönginni fjær. Gibbs gerði gríðarvel í að ná knettinum áður en hann fór aftur fyrir endamörk  og kom knettinum á Hollendinginn en aldrei þessu vant þá fór skot hans framhjá  markinu. Fjórum mínútum síðar var Gervinho í góðu færi en skot hans fór framhjá eftir aukaspyrnu Arteta. Þegar þarna var komið voru heimamenn í raun ótrúlegir klaufar að vera ekki búnir að komast yfir.

Á 85. mínútu vörðu varnarmenn gestanna á línu eftir skalla frá Vermaelen sem var aftur á ferðinni fimm mínútum síðar þar sem Krul varði skalla Belgans með miklum tilþrifum. Þegar 1 mínúta var eftir af uppbótartíma Howard Webb tókst títt nefnum Vermaelen að tryggja Arsenalmönnum stigin þrjú eftir vel útfærða skyndisókn. Boltinn barst til hans eftir klafs í teignum og tókst honum að koma knettinum framhjá Krul í markinu. Segja má að tafir gestanna hafi komið í bakið á þeim undir lok leiks og Arsenal náð að innbyrða sanngjarnan sigur. Liðið er nú í 4 sæti, einungis 1 stigi á eftir erkifjendunum í Tottenham en ekki er langt síðan 13 stig skyldu liðin að. Næsti leikur liðsins verður á Goodison Park gegn Everton sem eru á blússandi siglingu eftir sigur á Tottenham í síðustu umferð.

Comments

comments