Uncategorized — 09/08/2014 at 17:56

Verma búinn að semja við Barcelona

by

Eins og við greindum frá í gær þá samþykkti Arsenal tilboði Barcelona í Thomas Vermaelen.

Núna hefur hann staðist læknisskoðun og búinn að skrifa undir fimm ára samning við spænsku risana.

Hann spilaði 150 leiki fyrir Arsenal í öllum keppnum þau sex ár sem hann var í London og skoraði 15 mörk.

Vermaelen er 28 ára og allt of góður til að sitja á bekknum heilu tímabilin.

Hann var fyrirliði Arsenal síðustu tvö árin og þar sem hann spilaði engan æfingaleik í sumar var það síðasta sem hann gerði fyrir Arsenal að lyfta FA Cup dollunni.

SHG

Verma

Comments

comments