Uncategorized — 16/08/2011 at 13:23

Verður Vela lánaður til Real Sociedad ?

by

Líklegt verður að teljast að Carlos Vela verði sá næsti sem fer annað hvort í láni eða sölu frá Arsenal en Real Sociedad er víst sagt vera að ganga frá lánssamningi við Arsenal með það fyrir augum að fá Vela lánaðann út alla leiktíðina.

Carlos Vela var lánaður á síðasta tímabili til West Brom og skoraði tvö mörk í átta leikjum sem hann spilaði. Hann hefur átt afar erfitt uppdráttar hjá Arsenal og ekki fengið mjög mörg tækifæri síðan hann kom til Englands. Vela var einnig lánaður til Salamanca og Osasuna áður en hann fékk atvinnuleyfi til að spila í Englandi. Frá því Vela kom til Arsenal hefur hann skorað 11 mörk í 62 leikjum fyrir Arsenal.

 

Comments

comments