Uncategorized — 30/08/2011 at 02:29

Verður Traore lánaður til QPR

by

Armand Traore, vinstri bakvörður og kantmaður er á leið í lán til QPR samkvæmt fréttum en það er þó ekki enn orðið staðfest. Traore sem var vinstri bakvörður á Sunnudaginn þegar Man Utd valtaði yfir Arsenal á Old Trafford var líklega einn lélegasti leikmaðurinn á vellinum og nú aðeins 2 dögum seinna er hann nánast farinn og þar með 7 aðalliðs leikmaður Arsenal sem er seldur eða lánaður í sumar.

Traore var í láni hjá Juventus á síðustu leiktíð en nú virðist hans framtíð hjá Arsenal vera endanlega út um gluggan.

 

Comments

comments