Uncategorized — 22/11/2011 at 15:37

Verður Mario Goetze keyptur í Janúar

by

Allir netmiðlar virðast vera á einu máli um það að Mario Goetze, miðjumaðurinn hjá Borussia Dortmund sé númer 1 á lista Arsenal yfir leikmenn sem reyna á að kaupa til liðsins í Janúar en verðmiðinn á Goetze er um 30 milljónir punda sem er um helmingi hærra verð en Arsenal hefur mest borgað fyrir leikmann en Andrei Arshavin er sagður vera dýrasti leikmaður sem Arsenal hefur keypt.

Arsenal sendi tvo njósnara til að fylgjast með Mario Goetze spila með Dortmund um helgina þegar liðið mætti Bayern Munich. Dortmund vann þann leik 1-0 og skoraði Mario Goetze eina mark leiksins og hefur það væntanlega ekki verið til að draga úr áhuga Arsenal á leikmanninum.

Sagt er að Manchester United sé líka á eftir leikmanninum og því mun væntanlega verða mikið stríð um undirskrift leikmannsins þ.e ef Wenger er þá tilbúinn til að greiða 30 milljónir punda fyrir einn leikmann.

 

Comments

comments