Uncategorized — 12/03/2014 at 13:09

Vegna miða á Wembley

by

wembley

 

Mjög mikið hefur borið á því að félagsmenn sem og aðrir hafa verið að spyrjast fyrir um miða á Wembley.

Það sem er leiðinlegra er að meiri hlutinn er að spyrja um miða á Wembley í maí!!! Við eigum alveg eftir að spila undanúrslitaleikinn og það verðyr sýnd veiði en ekki gefin. Enda hefur Wigan núna á tveimur tímabilum klárað Man City á meðan við höfum ekki riðið feitum hesti frá okkar rimmum við Man City.

En svona er staðan varðandi miðamál.

Hjá Arsenal F.C. eru um 40.000 ármiðahafar. Af þeim eru rúmlega 7.000 í club level og Executive box sæti sem eru svokallaðir Platinum members. Svo eru rúmlega 32.000 venjulegir ársmiðahafa eða Gold members.

Þessi aðilar fá forkaupsrétt á úrslitaleiki hjá Arsenal. Fyrst Platinum svo Gold, eftir það fá þeir sem eru duglegastir að fara á útileiki hjá Arsenal og svo stuðningsmannaklúbbar.

Gegn Wigan þá mun Arsenal fá 32.000 miða sem og Wigan. En allir miðar sem Wigan tekur ekki færast yfir til Arsenal, því má gera ráð fyrir að Arsenal fái fleiri en 32.000. En áður en við sem stuðningsmannaklúbbur fáum miða þá eru að lágmarki 40.000 á undan okkur í röð og 45.000 að hámarki. Líkurnar á að fá miða eru því ekki miklar.

Ef Arsenal fer í úrslitaleikinn þá eru líkurnar ennþá minni. 14.000 miðar fara til allra liða sem tóku þátt í FA Cup og því fær hvort lið í úrslitaleikinn einungis 25.000 miða auk þess sem miðar munu EKKI færast á milli séu þeir ekki notaðir af öðru liðinu.

Líkurnar á að við sem stuðningsmannaklúbbur fáum miða á úrslitaleikinn eru stjarnfræðilega litlar.

SHG

Comments

comments