Fyrsti æfingaleikur varaliðsins var gegn Boreham Wood í dag. Eins og síðustu ár þá var spilað við utandeildarliðið Boreham Wood. En kvennalið Arsenal spilar sína heimaleiki á Meadow Park heimavelli Boreham Wood.
Arsenal lenti undir í leiknum og var að tapa 1-0 í hálfleik. Arsenal skoraði 3 mörk í síðari hálfleik og vann leikinn 1-3. Watt skoraði úr víti á 72. mínútu, Arsenal fékk annað víti á 78. mínútu og þá skoraði Akpom. Það var svo Svíinn Olsson sem skoraði síðasta markið fimm mínútum fyrir leikslok. En búist er við miklu af Svíanum í vetur.
Terry Burton nýráðinn varaliðsþjálfari byrjar því vel með liðinu, þá þessi leikur er hálfgerður skyldusigur þá heufr það ekki alltaf gengið upp.
SHG