Uncategorized — 13/06/2011 at 01:35

Usmanov með skot á núverandi stjórn

by

Alisher Usmanov, annar stærsti hluthafi Arsenal hefur nú varpað allri ábyrgð á því að Arsenal hafi ekki unnið neinn titil síðustu 6 árin á núverandi stjórn Arsenal.

Usmanov sem er 57 ára milljónamæringur frá Uzbekistan á tæplega 30 prósenta hlut í Arsenal en er ekki stjórnarmaður.

“Ef það að vera stjórnarmaður í Arsenal er að líta framhjá 6 árum án bikars eða titils á kostnað persónulegs hagnaðar og að biðja stuðningsmenn að greiða alltof hátt miðaverð á leiki. þá vill ég ekki vera partur af þeirri stjórn. Ef það að vera stjórnarmaður í Arsenal er að ná velgengni með því að vinna titla og að auka við peninga í félaginu og þar af leiðandi að búa til betri markaðsstöðu félagsins ásamt því að stuðningsmennirnir hefðu eitthvað um það að segja hvað gert er þá vill ég gjarnan verða partur af þeirri stjórn”.

Það er því spurning hvort Usmanov sé þá ekki MAÐURINN ?

Comments

comments