Uncategorized — 07/07/2011 at 23:44

Usmanov eykur hlut sinn

by

Putin og Usmanov

Rússneski auðkýfingurinn Alisher Usmanov hefur heldur betur styrkt stöðu sína sem hluthafi í Arsenal en hann keypti hluti í Arsenal í gær fyrir um 1.5 milljónir dollara. Usmanonv á þá núna meira en 29% hlut í Arsenal. En stefna hans er greinilega sett á 30% markið en um leið og hann kemst upp í það þá getur hann fengið aðgang að öllum fjármálum félagsins og hefur mikið að segja innan stórnar Arsenal.

Usmanov keypt 64 hluti af einni persónu í gegnum hlutafélag sitt Red & White Holdings en það er einnig í eigu viðskiptafélaga hans, Farhad Moshiri.

Stæðsti hluthafi í Arsenal er nú Stan Kronke en hann á nú 66,64% hlut í Arsenal en hann er einnig eigandi NFL liðsins St. Louis Rams, NBA liðsins Denver Nuggets og NHL liðsins Colorado Avalanche.

 

Comments

comments