Uncategorized — 27/09/2012 at 19:18

Uppselt í afmælisferðina

by

Eins og flestir vita þá verður farið í stóra afmælisferð núna í október. Uppselt er í ferðina þó hún hafi aldrei náð því að fara í auglýsta sölu.

Stefnan var að fara með 150-200 manns í þessa ferð og til þess að skoða áhugann þá var sendur út fjöldapóstur til allra borgaða félagsmanna á síðasta tímabili sem voru með virk netfang. En enn í dag eru félagsmenn í klúbbnum sem hafa breytt um netfang án þess aðláta okkur vita.

Undirtektirnar voru ótrúlegar og voru yfir 200 sem lýstu yfir áhuga á að koma á nokkrum dögum. Farið var því í það að rukka staðfestingargjald til þess að sjá hverjum var alvara og hverjir ekki.

200 var markmiðið okkar en í dag eru yfir 230 manns með miða frá okkur á leik Arsenal og QPR. Verðið í ferðina var 118.900 kr. og hafa allir gengið frá sínum málum.

Við viljum þakka fyrir frábærar undirtektir og þolinmæði hjá mörgum sem biðu á meðan við gerðum allt til þess að stækka ferðina og gera hana að veruleika fyrir rúmlega 200 manns.

Kveðja,
Stjórnin

 

Comments

comments