Uncategorized — 23/02/2015 at 12:19

Upphitun: Wenger mun ekki vanmeta Monaco

by

AS_Monaco_(2013)
Arsenal mætir Monaco á miðvikudagskvöld

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger vill að vonum brjóta hefð undanfarinna fjögurra ára með því að fara áfram í Meistaradeildinni upp úr 16 liða úrslitum.

Erfiðar viðureignir gegn Bayern Munchen (2x), Barcelona og AC Milan þessi fjögur ár hafa gert það að verkum að Arsenal hefur ekki náð í átta liða úrslit í fimm ár.

Andstæðingurinn:

Arsenal fær Monaco í heimsókn á miðvikudagskvöldið í fyrri leik liðanna.

Wenger, sem byrjaði að stýra Arsenal fyrir 19 árum stýrði einmitt Monaco í sjö ár á árunum 1987-1994 áður en hann hélt til Nagoya Grampus Eight í Japan þar sem hann var við stjórn japanska liðsins þar til hann tók við Arsenal árið 1996.

Wenger mun þó ekki vanmeta lið Monaco og segir þá vera gríðarlega sterka varnarlega, enda tapaði liðið aðeins einum leik gegn Bayer Leverkusen 1-0, en það var eina markið sem Monaco liðið fékk á sig í riðlakeppninni.

Wenger telur að þessi viðureign verði 50/50 viðureign þar sem að Monaco er á góðu skriði heima fyrir og er að stíga upp töfluna. Eftir erfiða tíma situr Monaco í fjórða sæti heima í Frakklandi með 43 stig, 11 stigum á eftir toppliði Lyon, en Monaco á leik til góða.

Monaco hafa spilað 14 leiki síðan riðlakeppnin kláraðist og aðeins tapað einum leik, unnið níu og gert fjögur jafntefli. Í þessum leikjum fengu þeir aðeins þrjú mörk á sig, en þeir fengu ekkert mark á sig í þeim leikjum sem sigraðir voru.

Aðra sögu er að segja af sóknarleik þeirra Monaco manna, en þeir hafa aðeins skorað 14 mörk, eða eitt mark að meðaltali í leik á þessu tímabili frá því að Meistaradeildin kláraðist. Þar af voru þrír 2-0 sigrar og fimm 1-0 sigrar. Eini sigurleikurinn sem stendur eftir var 3-1 sigur gegn Rennes.

Monaco eru sömuleiðis með besta árangurinn á útivelli í frönsku deildinni til þessa.

Í liði Monaco verða Yannick Ferreira-Carrasco og Layvin Kurzawa á gulu spjaldi og missa því af seinni leik liðanna ef þeir hljóta gult spjald á Emirates.

Fréttir af Arsenal:
Þetta er í fimmtánda sinn í röð sem Wenger fer með Arsenal í 16-liða úrslit. Arsenal hafa mætt frönskum liðum tíu sinnum á heimavelli í Evrópukeppni, unnið fimm sigra, þrjú jafntefli og tvö töp.

Mathieu Flamini og Nacho Monreal eru báðir einu spjaldi frá leikbanni. Líkt og Monaco hafa Arsenal spilað 14 leiki frá lok riðlakeppninnar og verið í feiknaformi, unnið ellefu leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveimur.

Aaron Ramsey, Alex Chamberlain, Mikel Arteta, Vassirikki Abou Diaby og Mathieu Debuchy eru sem fyrr á meiðslalista Arsenal og verða ekki tilbúnir í tæka tíð.

Fyrri viðureignir
Þetta er fyrsta viðureign þessarra liða í Evrópukeppni, en þau mættust í Emirates Cup á undirbúningstímabilinu þar sem Radamel Falcao, núverandi leikmaður Manchester United skoraði eina markið í enn einum 1-0 sigri liðsins.

Heimildaskrá:
Heimasíða Arsenal
Heimasíða UEFA
Staða riðlakeppninnar á heimasíðu UEFA
Textavarp RÚV – Frakkland
Monaco fixtures and results – Soccerway

EEO

Comments

comments