Uncategorized — 10/01/2015 at 15:30

Upphitun: vs. Stoke City (H) – 11. janúar 13:30

by

Manchester City v Arsenal - FA Community Shield
Giroud er búinn að taka út leikbann og snýr aftur í leikmannahópinn

Arsenal fær Stoke City í heimsókn á Emirates Stadium á morgun. Talsvert er að frétta af leikmannahópnum en hann er stærri en hann var þegar þeir mættu Hull City í bikarnum um síðustu helgi.

Olivier Giroud snýr aftur í leikmannahópinn en hann tók út leikbann eftir að hafa fengið að líta glórulaust rautt spjald gegn Queens Park Rangers. Aaron Ramsey, Mesut Özil og Mathieu Flamini eru allir byrjaðir að æfa á ný en ekki er neitt búið að ákveða hvort einhver þeirra byrjar. Laurent Koscielny og Mathieu Debuchy voru heldur ekki með gegn Hull City en verða tilbúnir í slaginn á morgun. Danny Welbeck verður þó ekki með vegna meiðsla en hann mun að öllum líkindum snúa aftur fyrir leikinn gegn Manchester City eftir slétta viku.

Arsenal byrjaði árið heldur illa með tapi gegn Southampton en þeir svöruðu með sigri á Hull City um síðastliðna helgi í bikarleik.

Það er alltaf mikilvægt að svara vel eftir slakan leik og það gerðum við gegn Hull City. Við svöruðum rétt og stjórnuðum leiknum og við verðum að halda þessu áfram. Við erum í janúar og vitum að hver leikur skiptir miklu máli og við viljum halda áfram í okkar formi. Við höfum átt ágætis kafla síðustu sjö til átta vikurnar og við viljum halda því áfram.

Vanalega viltu stöðugleika í varnarlínuna en við höfðum Koscielny og Debuchy frá vegna meiðsla til lengri tíma. Gibbs og Monreal meiddust sömuleiðis, þannig það voru miklar hreyfingar á varnarlínunni, sem er ekki tilvalið.

Mér finnst við vera að verða sterkari. Við gætum grætt á því vegna þess að þetta eru ekki leikmenn sem eru á of miklu leikjaálagi. Sumir okkar leikmanna hafa spilað allt að 27 leiki meðan að aðrir hafa ekki spilað nema sex til sjö. Þessir leikmenn sem eru að koma aftur geta haft áhrif næstu mánuðina.

Við spilum meira upp á fyrirgjafir þegar Olivier Giroud er með og stundum aðeins meira beint þar sem við vitum að við getum fundið hann og hann getur unnið skallaeinvígi.

Báðir möguleikar eru mjög áhugaverðir og stundum hentar annað þeirra betur í þessum leik heldur en í öðrum, svo að Olivier Giroud veitir okkur fjölbreytni. Hann er stundum það sem gerir okkur hættulegri og gefur okkur öðruvísi leikstíl.

Andstæðingurinn

Andstæðingurinn að þessu sinni er Stoke City, sem hafa verið á góðu skriði að undanförnu og sótt sér sjö stig af síðustu níu mögulegum, þar af jafntefli við Manchester United en einnig komust þeir áfram í bikarnum á þessum sama tíma.

Stoke City er þekkt fyrir að valda Arsenal þó nokkrum vandræðum. Arsenal spilaði í tvígang við Stoke City á Brittania vellinum á síðasta ári, þar sem að Stoke City hafði betur í bæði skiptin, síðast núna á Brittania í byrjun desember, en leikurinn fór 3-2.

Aðra sögu er að segja af viðureignum Stoke og Arsenal þegar leikurinn fer fram á heimavelli Arsenal, en Arsenal hefur unnið seinustu tólf viðureignir liðanna sem hafa farið fram á heimavelli Arsenal. Seinast fór Stoke í sigurför til Arsenal á útivöll þann 29. ágúst árið 1981.

Upphitun skrifaði Eyþór Oddsson

Comments

comments