Uncategorized — 27/04/2013 at 20:54

Upphitun: vs. Man Utd (H) – Sunnudagur 15:00

by

Arsenal v Manchester United: Probable starters in bold, contenders in light

Líklegt byrjunarlið liðanna

Arsenal mætir Manchester United í mikilvægum leik á morgun kl 15:00. Staðan á milli 3-5. sætis er það jöfn að allra stiga er þörf. Tottenham klúðruðu tveimur stigum gegn Wigan fyrr í dag og því er tækifæri til að komast í fjögurra stiga forskot á þriðja sætið og setja smá pressu á hin Lundúnarliðin.

Talið er að Jack Wilshere muni byrja leikinn í holunni fyrir aftan strikerinn, sem verður að öllum líkindum annað hvort Lukas Podolski eða Theo Walcott. Olivier Giroud fær hvíld næstu þrjá leiki vegna rauðs spjalds sem hann fékk gegn Fulham í síðasta leik.

Lukasz Fabianski verður ekki tilbúinn og því má gera ráð fyrir að Szczesny haldi sinni stöðu sem markvörður. Að öðru leyti er ekkert nýtt, en Ryo Miyaichi og Abou Diaby eru sem fyrr frá vegna meiðsla. Þrír leikmenn United verða ekki með og tveir eru skv Physioroom tæpir. Ashley Young, Paul Scholes og Darren Fletcher verða ekki með en Nemanja Vidic og Chris Smalling gætu stigið uppúr meiðslum.

Við höfum ekki riðið feitum hesti í viðureignum okkar gegn United að undanförnu en nú vonandi verður breyting á. Þess má geta að United spila pressulausir, enda búnir að vinna titilinn en það má samt ekki búast við að þeir slappi neitt af, sérstaklega í ljósi þess að þeir stefna á stigametið.

Smá tölfræðimoli:

Síðustu sex leikir liðanna á heimavelli Arsenal: LWLLWD.
Síðustu sex leikir liðanna í heild: LLLWLL
Síðustu sex leikir Arsenal í öllum keppnum: WWWWDW
Síðustu sex leikir Man Utd í öllum keppnum: WDWLLW
Síðustu sex heimaleikir Arsenal: DWWWWD
Síðustu sex útileikir Man Utd: DWLWWD

Á þessari tölfræði er ekki hægt að greina það að United séu lang efstir í deildinni en staðreyndin er sú að Arsenal hafa verið á flottu skriði undanfarið rúmt hálft tímabil en áttu lélega byrjun á deildinni. United hafa hinsvegar verið nokkuð stabílir alla leiktíðina og það gerir gæfumuninn. Þeir hafa þó ekki verið neitt ógurlega sannfærandi undanfarna tvo mánuði eða svo.

Arsenal ætti að vera að spila á fullu sjálfstrausti á heimavelli og ljóst er að hér verður hörku forvitnilegur leikur á ferð sem gæti endað á báða bóga.

Mín spá: Arsenal 2-2 Man Utd.

Comments

comments