Uncategorized — 19/04/2013 at 21:21

Upphitun: vs. Fulham – Craven Cottage laugardag

by

wojciech szczesny

 

Szczesny heldur líklega sæti sínu þar sem að Fabianski er enn meiddur en gæti snúið aftur í leikinn gegn Manchester United.

Það er komið að massívum Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni og hreinum og beinum ,,must win” leik, en okkar menn heimsækja Fulham kl 14. Það er að frétta af Fulham að þeir liggja í 10. sæti deildarinnar með 40 stig og áttu leik í miðri viku þar sem þeim tókst ekki að gera Arsenal mönnum greiða með því að hirða stig með sér þegar Chelsea mætti á Cottage.

Það eru þrír leikmenn á meiðslalista Arsenal fyrir leikinn og verða ekki með en af þeim eru tveir sem teljast varla með sem meiddir menn, en það eru Ryo Miyaichi þar sem að hann er búinn að vera í láni hjá Wigan á tímabilinu og hefur ekki sést í Arsenal búning sem og árskortshafi meiðslalistans, Vassirikki Diaby.

Lukasz Fabianski verður ekki með, en áætluð endurkoma hans er 28. apríl skv physioroom en þá á Arsenal leik gegn Man Utd á Emirates. Því má gera ráð fyrir að Wojciech Szczesny haldi stöðu sinni í markinu. Hjá Fulham eru fjórir menn á meiðslalista, en það eru Duff, Dejagah og Diarra, en Riether er tæpur og verður sendur í fitness test þegar nær dregur leik.

Gengi Fulham verið brösótt uppá síðkastið en í þessum mánuði var einungis 3-2 heimasigur á QPR litið dagsins ljós, 1-1 jafntefli gegn Aston Villa og töp gegn Newcastle og Chelsea verið á dagskránni, en það ber þó að varast sterkt lið Fulham með lykilmann eins og Dimitar Berbatov, en fyrr á leiktíðinni gerðum við klaufalegt 3-3 jafntefli gegn þeim auk þess sem þeir fóru á White Hart Lane í mars og lögðu Tottenham 1-0.

En eins og margir vita hafa Arsenal stigið rosalega jákvæð skref uppá síðkastið og hafa spilað flottan fótbolta. Þeir áttu leik gegn Everton í miðri viku sem var markalaus en það var hörkuleikur þar sem bæði lið áttu góðan varnarleik en okkar menn hefðu getað klárað leikinn, þeir fengu bestu færin til þess en sanngjarnt jafntefli í hörkuleik var niðurstaðan og það er svo sem ekki slæm úrslit í sjálfu sér að gera jafntefli við Everton.

En í síðustu 11 leikjum hafa 25 stig litið dagsins ljós. 8 sigrar, 2 jafntefli og 1 tap. Jafntefli gegn Liverpool og Everton og tap gegn Spurs. Því er ljóst að Arsenal hefur ekki tapað einu einasta stigi fyrir “litlu liðunum” á árinu og raunar ekki síðan gegn Swansea 1. desember.

Það er ekki gott að segja með byrjunarliðsspánna, en ég ætla samt að tippa á hana. Rosicky verður tilbúinn í þennan leik en það er spurning hvort hann byrji eða haldi áfram að spila á Wilshere sem hefur verið dapur í síðustu tveimur leikjum.

Giroud
Cazorla – Wilshere – Walcott
Ramsey – Arteta
Gibbs – Mertesacker – Koscielny – Sagna
Szczesny

Mannone; Jenkinson, Vermaelen, Rosicky, Oxlade-Chamberlain, Podolski, Gervinho.

Eyþór Oddsson

Comments

comments